Skógarkolefni gefur út kolefniseiningar sem tákna mælanlegt magn koltvísýrings (CO2) sem tré fjarlægja úr andrúmsloftinu þegar þau vaxa – ein eining er eitt tonn af koltvísýringsígildi (tCO2-ígildi) sem fjarlægt er úr andrúmsloftinu. Þar sem tré þurfa tíma til að vaxa og binda koltvísýring höfum við tvær tegundir af einingum í boði til að kaupa, einingar í bið og fullgildar einingar. Fyrirtæki geta jafnað losun sína með því að nota kolefniseiningar úr Skógarkolefnisverkefnum þegar þær eru orðnar fullgildar.
Skógarkolefniseining er tonn af CO2-ígildi sem hefur verið bundið í skógi og sannprófað skv. Skógarkolefni. Einingin hefur verið sannprófuð af óháðum aðila, er raunveruleg og hana má nota til að jafna á móti losun eða í yfirlýsingum um kolefnishlutleysi, m.ö.o. að nettólosun sé núll.
Með útgáfu kolefniseininga í bið er í raun verið að lofa kaupandanum tilteknum kolefniseiningum eftir ákveðinn tíma, byggt á áætlaðri bindingu. Ekki má nota kolefniseiningu í bið á móti losun. Það er einungis hægt eftir að bindingin hefur raungerst og hún verið sannprófuð. Hins vegar gera kolefniseiningar í bið fyrirtækjum kleift að skipuleggja kolefnisjöfnun sína til framtíðar. Með slíkri áætlun er hægt að gefa trúverðugar yfirlýsingar um samfélagsábyrgð fram í tímann.
Skógarkolefniseiningar eru skráðar í Loftslagsskrá Íslands, ICR. Á 10 ára fresti eru verkefni tekin út og síðan sannprófuð, ef allt hefur gengið samkvæmt áætlun. Eftir það má breyta kolefniseiningum í bið í fullgildar kolefniseiningar í samræmi við kolefnismagnið sem hefur bundist í skóginum. . Fullgildum einingum mun fjölga eftir því sem verkefnum fjölgar og skógar vaxa og þroskast.
Landeigendur og eigendur verkefna geta aðeins sett fram staðhæfingar um kolefnisbindingarmöguleika eigin verkefnis ef það er skráð, staðfest og sannprófað samkvæmt Skógarkolefni.
Fyrirtæki geta aðeins sett fram staðhæfingar um kolefnisávinning af nýskógræktarverkefnum á Íslandi ef þau hafa gert annað tveggja: 1) keypt kolefniseiningar úr Skógarkolefnisverkefni, í bið eða fullgildar, 2) fengið staðfestingu á eigin Skógarkolefnisverkefni. Aðeins sannprófaðar Skógarkolefniseiningar skv. Skógarkolefni eru viðurkenndar.
Kolefniseiningu í bið er sem fyrr segir ekki hægt að nota til kolefnisjöfnunar fyrr en bindingin hefur verið sannprófuð er einingunni breytt í fullgilda kolefniseiningu. Kolefniseiningar í bið gera hins vegar fyrirtækjum kleift að skipuleggja jöfnun á losun sinni sem hluta af vegferð til kolefnishlutleysis; til dæmis gæti fyrirtæki sett fram áætlun um að draga úr losun og síðan reiknað út fjölda kolefniseininga sem það þyrfti að kaupa, eða nýskógrækt að fjárfesta í, til að losun fyrirtækisins yrði „nettónúll“ frá tilteknu ári.
Kaupendur kolefniseininga í bið geta tíundað kaup sín á slíkum einingum í kynningarefni, rekstraryfirliti o.s.frv., að því tilskildu að skýrt sé tekið fram hvenær áætlað er að kolefnisbindingin verði. Ekki er hægt að gefa út yfirlýsingar um bindingu, jöfnun losunar, kolefnishlutleysi eða annað slíkt fyrr en þessum einingum hefur verið breytt í fullgildar kolefniseiningar með sannprófun, skráningin uppfærð í Loftslagsskrá og einingarnar taldar fram á móti losun í grænu bókhaldi.
Verkefnið [heiti/númer] hefur skráð [XXXX] Skógarkolefniseiningar í bið sem standa fyrir fjölda þeirra tonna koltvísýrings sem búist er við að nýr skógur muni binda á tímabilinu [upphafsdagur og lokadagur].
Fyrirtækið [XXXX] hefur keypt [XXXX] Skógarkolefniseiningar í bið af verkefninu [heiti/númer] sem standa fyrir jafnmörg tonn af koltvísýringi sem gert er ráð fyrir að nýr skógur muni binda á næstu [XX] árum fram til [dagsetning]. Þessar einingar munu jafna X[X]tCO2-ígildi/[X]% af áætlaðri losun fyrirtækisins á sama tímabili [sem stefnir að því að verða kolefnishlutlaust/ná nettónúlllosun fyrir [dagsetning]], að því gefnu að einingarnar standist sannprófun.
Fyrirtækið [XXXX] fjárfestir í nýskógrækt til að freista þess að ná markmiðum sínum um kolefnishlutleysi fyrir 2040. Fyrirtækið hefur keypt [XXXX] Skógarkolefniseiningar í bið úr verkefninu [heiti/númer] sem standa fyrir jafnmörg tonn af koltvísýringi sem búist er við að muni bindast á tímabilinu [*upphafsdagur og lokadagur].
[Við/fyrirtækið [XXXX] höfum stofnað til verkefnis, [heiti/númer], til að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda frá eign/starfsemi okkar. Verkefnið hefur skráð [XXXX] kolefniseiningar í bið sem jafngilda hver um sig einu tonni af koltvísýringi sem áætlað er að skógurinn muni binda á árabilinu [upphafsdagur og lokadagur], [*hjálpa okkur við að ná nettónúlllosun fyrir [dagsetning]/*sem hjálpar okkur að verða kolefnishlutlaus á tímabilinu [upphafsdagur og lokadagur]].
Þetta er spá um væntanlega bindingu koltvísýrings sem, eftir staðfestingu og útgáfu kolefniseininga, mun fela í sér loftslagsávinning. Skógarkolefniseiningar eru metnar og sannprófaðar skv. kröfusettinu Skógarkolefni.
Fullgild Skógarkolefniseining er eitt tonn af CO2-ígildi sem nýr skógur hefur bundið. Bindingin hefur verið sannprófuð af óháðum aðila, er raunverulega til staðar og fyrirtæki geta því talið hana fram á móti losun eða notað til að ná markmiðum um „kolefnishlutleysi“, „loftslagshlutleysi“, „nettónúll“ eða „loftslagsjákvæða stöðu“ á tilgreindu ári.
Í skýrslu lögaðila um losun gróðurhúsalofttegunda, samkvæmt opinberri forskrift á Íslandi, skal sýna verga losun viðkomandi lögaðila á tilteknu ári og skrá síðan alla jöfnunarstarfsemi. Þetta gæti verið kerfi sem stenst kröfur Kýótóbókunarinnar eða valkvæð jöfnun erlendis, sem og Skógarkolefniseiningar.