Viðbótargildi skal vottað ef eftirtalin skilyrði eru fyrir hendi:
Viðbótargildi er einungis athugað við staðfestingu verkefna.
Viðbót
Þessi krafa er aðeins athuguð við staðfestingu.
Hugtakið viðbót er notað um kolefnisbindingu umfram það sem hefði hvort sem er gerst ef ekki hefði verið um tiltekið verkefni eða starfsemi að ræða. Verkefni er „viðbót“ ef það og aðgerðirnar sem því tilheyra eru ekki áskildar í lögum og hefðu ekki verið mögulegar án Skógarkolefnis.
Kaupendur kolefniseininga vilja vita hvort fjárfesting þeirra hafi gert kleift að kolefnisbinda meira en ella hefði gerst við núverandi lagalegar, fjárhagslegar og viðskiptalegar aðstæður. Frá fjárhagslegu tilliti er verkefni aðeins „viðbót“ ef það krefst kolefnisfjármagns til að breyta úr verkefni sem er ekki fjárhagslega hagkvæmt yfir í verkefni sem er fjárhagslega hagkvæmt.
Ef landeigandi vill búa til skóg og nota kolefniseiningarnar á móti eigin losun í framtíðinni stendur kolefnisverðið fyrir það verð sem þeir þyrftu annars að greiða til að kaupa kolefniseiningar á opnum markaði. Sjá dæmi um þá sem eru að „rækta á eigin vegum“.
Nýskógrækt á Íslandi er ekki og hefur ekki verið umfangsmikil undanfara áratugi. Markmið um stækkun flatarmáls skóga um 2.000 hektara á ári er kerfjandi. Markmið stjórnvalda um kolefnishlutleysi fyrir 2040 breyta þar litlu ef fyrirtæki og einstaklingar taka ekki þátt þar í. Tekjur af sölu kolefniseininga munu hvetja landeigendur til að fara í nýskógræktarverkefni. Aðrir landeigendur gætu viljað rækta skóg og búa til kolefniseiningar til eigin nota.
Skógarkolefni beitir verkefnamiðaðri nálgun við mat á viðbót. Þessar leiðbeiningar taka mið af Tool for the Demonstration and Assessment of Additionality in A/R CDM Project Activities með tilliti til stefnu íslenskra stjórnvalda hverju sinni.
Núverandi staða: Innifalið í kolefniseiningu
Í Skógarkolefni fylgir annar ávinningur en kolefnisbinding nýskógræktar með kolefniseiningu þegar hún er seld, þ.e. landeigandi selur kolefniseininguna ásamt öðrum þeim ávinningi sem hlýst af verkefninu.
Framtíðarmöguleikar: Samsettar einingar
Í framtíðinni gæti orðið mögulegt að „stafla saman“ valkvæðum kolefniseiningum úr nýskógræktarverkefnum t.d. þegar kolefniseiningar verða til vegna annarrar vistkerfisþjónustu, s.s. líffjölbreytni eða vatns, þó að því tilskildu að:
Viðbót er metin á tvo vegu innan Skógarkolefnis:
Bæði prófin skulu sýna fram á viðbót.
Lögmætispróf
Nýskógrækt sem lög kveða á um er ekki viðbót, hvort sem það er samkvæmt lögum frá Alþingi eða reglum sem stjórnsýslustofnanir eða sveitarstjórnir setja. Skógræktarverkefni stenst lögmætispróf að því tilskildu að lög, samþykktir, reglugerðir, dómsúrskurðir, umhverfisstjórnunarsamningar, skipulagsákvarðanir eða aðrir lagalega bindandi samningar kveði ekki á um að umrætt verkefni skuli fara fram eða aðrar ráðstafanir sem myndu leiða til sambærilegrar kolefnisbindingar.
Nýskógrækt er ekki er viðbót þegar gróðursetning kemur í stað skóga sem eru felldir, svo sem vegna mannvirkjagerðar, endurheimtar opinna búsvæða eða vegna sjúkdóma.
Fjárfestingarpróf
Tilgangur fjárfestingarprófsins er að sýna fram á að á gildistíma verkefnisins, án kolefnisfjármögnunar, sé nýskógrækt annað hvort ...
Eigendur verkefna skulu nota sniðmát verkefnishugmyndar til að setja fram fjárhagslega þætti verkefnisins (sjá skjalasniðmát). Í verkefnishugmyndinni er notaður áætlaður kostnaður sem fellur til við nýskógrækt og áætlaðar tekjur af sölu kolefniseininga og timburs. Fjárstreymi er áætlað fyrir allan verkefnistímann og tekur mið af núverandi verði. Eigandi verkefnisins skal veita allar upplýsingar um tekjur og gjöld verkefnisins.
Almennt eru verkefni líklegri til að standast fjárfestingarprófið þar aðaláherslan er lögð á gjöfular trjátegundir sem binda mikið kolefni hratt og þar sem tekjumöguleikar af timbursölu eru fyrir hendi, í samanburði við verkefni með hægvaxnari og smágerðari tegundum. Hins vegar geta verkefni með blöndu af hvoru tveggja falið í sér annars konar ávinning sem vegur þar upp á móti. Blönduð verkefni eru líklegust til árangurs og einnig líklegri til að fela í sér minni áhættu.
Við staðfestingu verkefnis í Skógarkolefni skulu allar væntanlegar tekjur vera innifaldar í mati á viðbót. Ef frekari tekjur koma í ljós síðar má óska eftir gögnum sem sýna fram á að verkefnið hafi ekki verið meðvitað um auknar tekjur eða hafi ekki gert sérstakan samning um þær þegar staðfestingin fór fram. Ef í ljós kemur síðar að verkefni undir Skógarkolefni hafi ekki uppfyllt neinar af kröfunum sem tíundaðar eru hér að ofan má merkja verkefnið og kolefniseiningarnar þess í Loftslagsskrá sem „ekki afhent“.
Viðbót – próf
Hér er ritvinnsluskjal sem hlaða má niður og fylla út próf til að sýna fram á að verkefni feli í sér viðbót.