1.1 Helstu áfangar verkefna
Kröfur
- Öll verkefni skal forskrá í Loftslagsskrá Íslands ICR áður en verklegar framkvæmdir hefjast (upphafsdagur verkefnis). Þetta gildir jafnt um stök verkefni sem verkefnahópa.
- Stök verkefni skulu staðfest innan 5 ára frá skráningu. Sé um að ræða verkefnahópa er hægt að bæta verkefni í hópinn allt þar til vottunarferlið hefst ef reglur hópsins leyfa. Úttekt verkefnahóps skal fara fram innan þriggja ára frá því að fyrsta verkefnið í hópnum var skráð. Þó er heimilt að fresta vottun stakra verkefna og verkefnahópa í sér/inngangur/hugtok#stofndagurstökum tilvikum.
- Staðfestingu skal ekki skrá fyrr en gróðursetningu er lokið (stofndagur verkefnis).
- Verkefni þurfa að hafa fasta tímalengd og ekki standa yfir í meira en 50 ár í upphafi. Lengja má þann tíma á seinni stigum verkefnisins, að því gefnu að raunhæfar spár um áframhaldandi bindingu liggi fyrir. Tímalengd verkefna þar sem gert er ráð fyrir endurnýjun skógarins í lok ræktunarlotu, sem er innan við 50 ár, skal vera jöfn áætlaðri lotulengd (stystu áætluðu lotulengdinni í hópverkefnum).
Gögn vegna staðfestingar
- Ræktunaráætlun
- Verkefnislýsing (PDD)
- Samningur eða önnur gögn um fjármögnun
Frekari gögn vegna sannprófunar á síðari stigum
- Engin á þessu stigi málsins, nema tímarammi verkefnisins breytist
Leiðbeiningar
- Upphafsdagur verkefnis er þegar fyrstu framkvæmdir hefjast á svæðinu, svo sem girðingarvinna, jarðvinnsla eða gróðursetning. Ef verkefnið er sambland af gróðursetningu og náttúrulegri endurnýjun miðast upphafsdagur við það af þessu tvennu sem byrjar fyrst
- Stofndagur verkefnis er síðasti dagur gróðursetningar. Ef verkefnið snýst um náttúrulega endurnýjun er stofndagur verkefnisins þegar girðing er tilbúin eða þegar beit er hætt að hamla vexti og útbreiðslu trjágróðurs. Ef verkefnið er sambland gróðursetningar og náttúrulegrar endurnýjunar er stofndagur lokadagur framkvæmda
- Kolefnisbinding innan tímaramma verkefnis er talin frá stofndegi að lokadegi verkefnis, sem getur verið allt að 50 árum frá stofndegi
- Stofndagur verkefna sem eru staðfest sem hópur, er lokadagur gróðursetningar í síðasta verkefni innan hópsins. Kolefnisbinding er talin frá þeim degi fyrir allan verkefnahópinn
- Tímarammi verkefnisins og varanleiki er ekki sami hluturinn. Öll verkefni skulu fela í sér varanlega breytingu á landnýtingu frá skóglausu landi til skóglendis, sjá kafla 2.3