Hagur fyrir landeigendur

Ræktun nýrra skóga sem uppfylla ákvæði Skógarkolefnis veitir möguleika á nýjum tekjustofni í landbúnaði, því sala á kolefniseiningum getur gefið tvenns konar tekjur:

  • Fyrir fram tekjur með sölu á kolefniseiningum í bið sem fjármagnað geta nýskógræktina. Sala fyrstu eininga í bið á Íslandi hefur þegar átt sér stað og lofar góðu um tekjumöguleika. Skóglendi getur myndað nokkur hundruð einingar á hektara á 50 árum
  • Framtíðartekjur af sölu kolefniseininga, þegar skóglendið hefur í raun bundið og geymt kolefnið úr andrúmsloftinu. Verðmæti fullgildra eininga er líklegt til að verða hærra en fyrir einingar í bið, en ekki er enn þá komið að sölu slíkra eininga á Íslandi.

Eftir atvikum eru einnig möguleikar á framtíðartekjum af timbursölu úr skógunum.

Skattar

Leitið faglegrar óháðrar ráðgjafar um skattaumhverfi kolefnisverkefna áður en teknar eru ákvarðanir um langtímafjárfestingar.
Trúverðugleiki og fullvissa: Vottun óháðs aðila samkvæmt reglum Skógarkolefnis eykur trúverðugleika verkefnisins og veitir fyrirtækjum sem vilja kaupa kolefniseiningar fullvissu um magn kolefnisbindingar.

Félagslegur og umhverfislegur ávinningur

Verkefni í nýskógrækt eru sjálfbær og binda ekki aðeins kolefni heldur veita einnig margvíslegan félagslegan og umhverfislegan ávinning eins og ...

  • ávinning fyrir skógarvistkerfi og líffjölbreytni
  • tækifæri til fjölbreyttrar útivistar
  • endurhæfingu hnignaðra vistkerfa
  • skjól fyrir menn, dýr, annan gróður og mannvirki
  • að draga úr tjóni vegna stórviðraeldivið sem valkost við jarðefnaeldsneyti
  • timbur sem getur geymt kolefni til langframa í timburvörum
  • vernd vatns og jarðvegs

ÍTAREFNI