Ræktunaráætlun

Ræktunaráætlun er grundvallarskjal sem unnið er áður en framkvæmdir hefjast við tiltekið verkefni. Í henni eru upplýsingar um skógræktarlandið ásamt áætlun um framkvæmdina og leiðbeiningum til eigenda og framkvæmdaaðila. Nánari lýsing á ræktunaráætlunum og hvað þær innihalda er í kröfusetti og ítarefni Skógarkolefnis.